137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

aðild starfsmanna við samruna félaga með takmarkaðri ábyrgð yfir landamæri.

37. mál
[14:52]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessar tilskipanir geta rúllað í gegnum þingið, það er ekkert vandamál. Ég gerði að umræðuefni hversu táknrænt það er fyrir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar að þetta skuli vera einu mál hæstv. félagsmálaráðherra, einu mál þess ráðherra og ráðuneytis sem á að standa vörð um heimilin og fjölskyldurnar í landinu. Þetta eru einu málin sem sá ráðherra hefur lagt fram á þessu þingi og var þó til þess boðað svo að hér yrði rætt um skjaldborg um heimilin og fyrirtækin. Gagnrýni mín hefur ekkert efnislega að gera með afgreiðslu þessara tilskipana, þær þurfa sína afgreiðslu og geta rúllað í gegn á skömmum tíma en ég vek athygli á þessu og tel fulla ástæðu til að þingið ræði hvaða áherslur þessi ríkisstjórn leggur.