137. löggjafarþing — 46. fundur,  23. júlí 2009.

endurskoðun á undanþágum frá I. kafla I. viðauka við EES-samninginn.

147. mál
[22:21]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég veit að hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannsson þekkir mjög vel til þessara mála sem dýralæknir og þekkir mjög vel hvernig þau eru í framkvæmd og auk þess faglegar og fræðilegar hliðar sem þetta mál snertir. Ég treysti því að hann leggi reynslu sína og þekkingu af mörkum við meðferð málsins í nefnd.

Ég vil bara taka undir með hv. þingmanni, einmitt um mikilvægi þessa að við sýna fram á gott heilbrigðisástand íslenskra búfjártegunda hér á landi. Það eru mjög mikilvæg og sterk rök og þá getum við líka beitt meiri kröftum gegn hugsanlegum þrýstingi á innflutning. Þess vegna legg ég áherslu á að við getum staðfest heilbrigðisástand okkar búfjártegunda sem best og varið þær sem best gegn nýjum smitsjúkdómum. Sá er einmitt tilgangur þessa frumvarps í þessum efnum.

Ég tek undir með hv. þingmanni, best hefði verið að aldrei hefði verið fallið frá þessari undanþágu sem við erum að fjalla um.