137. löggjafarþing — 47. fundur,  24. júlí 2009.

Ríkisútvarpið ohf.

134. mál
[12:16]
Horfa

Frsm. menntmn. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Frú forseti. Eins og fram hefur komið eru undanþegnir gjaldinu þeir einstaklingar sem ekki skulu sæta álagningu sérstaks gjalds í Framkvæmdasjóð aldraðra. Þetta eru börn inn 16 ára aldurs og þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuárs. Einnig eru undanþegnir gjaldinu einstaklingar sem hafa tekjuskattsstofn samkvæmt 1. og 3. tölulið 61. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og þar er miðað við ákveðin árslaun. Einnig skal skattstjóri fella niður gjald af öldruðum og öryrkjum undir 70 ára aldri sem dveljast á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Nefndin var sammála, eins og fram hefur komið, um að beina því til hæstv. ríkisstjórnar að þessu til viðbótar verði skoðað hvaða afslættir voru veittir á gjöldunum áður og hvernig unnt væri að viðhalda þeim afsláttum. Nefndin vísar í áliti sínu til afsláttar til handa lögblindum og heyrnarskertum Í þessu samhengi eru aðstæður lögaðila allt aðrar og augljóslega ekki sambærilegar þó að sjálfsagt sé að skoða það síðar.