137. löggjafarþing — 47. fundur,  24. júlí 2009.

kjararáð o.fl.

114. mál
[15:47]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Þá er komið að atkvæðagreiðslu um þetta skrípamál. Þetta er ætlað til að slá ryki í augu á fólki og er ætlað til að láta líta út fyrir að stjórnarflokkarnir séu að ráðast fyrst á þá sem mest mega sín með launalækkanir. Þetta mál er einfaldlega popúlismi eins og ég hef margoft sagt hérna í ræðum og getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir launastrúktúr bæði hjá hinu opinbera og ef illa tekst til í einkageiranum. Ég segi nei.