137. löggjafarþing — 48. fundur,  10. ág. 2009.

4. fsp.

[15:23]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Hæstv. forseti. Augljóslega beinast augu almennings nú að rannsóknum á bankahruninu sem varð á liðnu ári. Jafnframt snýr óþreyja almennings augljóslega að þeirri rannsókn sem nú er yfirstandandi. Bent hefur verið á þann möguleika að hefja samstarf við erlendar stofnanir til að grennslast fyrir um hvað orðið hafi um meint fjármagn sem flutt hefur verið úr landi í tengslum við bankahrunið. Mig langar því að spyrja hæstv. viðskiptaráðherra hvort eitthvert form sé komið á þetta hugsanlega samstarf við erlendar stofnanir sem ég tel mjög mikilvægt í þessu efni til þess að við leitum allra leiða til að glöggva okkur á þeim hugsanlegu lögbrotum sem hér hafa framin verið.