137. löggjafarþing — 49. fundur,  11. ág. 2009.

Bankasýsla ríkisins.

124. mál
[15:44]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég tel að þetta skiptu miklu máli. Eins og það er reifað í nefndarálitinu samræmist það ekki valdsviði nefndarinnar eins og skilgreint er í lögum um þingsköp Alþingis nr. 55/1991, að gefa álit eða veita framkvæmdarvaldinu umsögn af þessu tagi en meiri hlutinn telur þó mikilvægt að ráðherra kynni nefndinni tillögur sínar að skipun stjórnar bankasýslunnar. Við getum þá tekið umræðu um það í nefndinni. Og ég fullvissa hv. þm. Guðlaug Þór Þórðarson að þar munum við skiptast á skoðunum og ræða um hvort vel sé skipað eða ekki. Ég ætla, alveg eins og þú, að hafa fullan rétt á að hafa skoðun á því hvernig ráðherra tilnefnir í þessa stjórn af því að ég tel hana vera mjög mikilvæga. Þar mun ég vera þingmaður og taka afstöðu til málsins eins og samvisku minni sæmir og ekkert annað. Þar getum við um leið skipst á skoðunum og við getum þá hermt upp á ráðherra þær ákvarðanir eða þær tillögur sem hann hefur komið með og ég hef fulla trú á löggjafarvaldinu og viðskiptanefnd.