137. löggjafarþing — 50. fundur,  12. ág. 2009.

Háskólinn á Akureyri.

61. mál
[14:59]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég kem hér til að fagna þessari umræðu og þá sérstaklega þeim orðum menntamálaráðherra sem glöddu mig þegar hún sagði að samstarf geti skilað hagræðingu ekkert síður en sameining. Ég held að það sé grundvallaratriði því að sjálfstæði menntastofnana skiptir gríðarlegu máli og skiptir ekki aðeins máli varðandi stjórnsýslu þeirra og faglegt innra starf. Það skiptir líka miklu máli fyrir sjálfsmynd þeirra byggðarlaga þar sem þessar stofnanir eru upp sprottnar.

Ég held að arðsamasta fjárfestingin á erfiðum tímum sé einmitt að fjárfesta í menntun og ein besta byggðaaðgerð sem hægt er að grípa til held ég að felist í því að efla menntastarf á landsbyggðinni. Svo þakka ég aftur fyrir þessa umræðu.