137. löggjafarþing — 50. fundur,  12. ág. 2009.

yfirtaka fyrirtækja.

92. mál
[15:26]
Horfa

Fyrirspyrjandi (Árni Johnsen) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. viðskiptaráðherra svör hans. Ég hygg að það sé ástæða til að hvetja hæstv. ráðherra til að leggja allt sitt af mörkum til að flýta þeirri vinnu sem verið hefur í farvegi um margra mánaða skeið í þessum efnum í bönkum og tengdum fyrirtækjum. Það hefur reynt mjög á þolrifin í allmörgum fyrirtækjum víða um land og ekki síst á höfuðborgarsvæðinu og líka t.d. í útgerðarfyrirtækjum víða um land þegar menn hafa verið í biðstöðu allt of lengi. Það er því rík ástæða til að hvetja til þess að menn spúli nú dekkin og geri klárt vegna þessa róðurs.