137. löggjafarþing — 50. fundur,  12. ág. 2009.

vátryggingafélög.

131. mál
[15:51]
Horfa

viðskiptaráðherra (Gylfi Magnússon):

Virðulegi forseti. Ég vil árétta það sem kom fram í máli mínu áðan eða skýra það að þótt ég telji ekki augljóst af því sem fram hefur komið opinberlega til þessa að eftirlit hafi brugðist er það vitaskuld eitt af því sem þarf að skoða. Það er ekki sjálfgefið að eftirlit hafi brugðist þótt eftirlitsskyldur aðili verði gjaldþrota en í þessu tilfelli er rík ástæða til að kanna allar hliðar málsins, þá fyrst og fremst hegðan stjórnenda tryggingafélagsins en einnig þeirra sem áttu að hafa eftirlit með þeim og það verður gert.