137. löggjafarþing — 50. fundur,  12. ág. 2009.

ívilnanir og hagstætt orkuverð.

154. mál
[18:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Falleg voru orð hæstv. ráðherra en þetta eru ekkert annað en áætlanir, nefndir og nefndaskipanir og eitthvað sem er í framtíðinni. Hvenær geta hinir atvinnulausu farið að sækja um vinnu við að byggja upp orkuver og nýta þau 70% orkunnar sem enn eru ónýtt á Íslandi? Hvenær geta menn farið að sækja um vinnu? Hvenær fer atvinnan að aukast í þjóðfélaginu? Rekst hæstv. iðnaðarráðherra hugsanlega á sessunaut sinn, hæstv. umhverfisráðherra, í því að það megi ekki virkja á Íslandi, það megi hreinlega ekki virkja umhverfisvænstu orku í heiminum? Getur það verið? Ég vildi gjarnan að hæstv. ráðherra svaraði því hvenær þúsundir atvinnulausra Íslendinga í miklum vandræðum geta farið að sækja um vinnu.