137. löggjafarþing — 50. fundur,  12. ág. 2009.

áætlaður kostnaður við ýmis verkefni.

151. mál
[19:21]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hæstv. fjármálaráðherra er örugglega ekki í öfundsverðu hlutverki en engu að síður finnst mér að ríkisstjórnin og hann séu dálítið út og suður. 25. mars sagði hæstv. menntamálaráðherra að hún ætlaði að byggja tónlistarhús. Þar er verið að dæla út milljörðum í erlendum gjaldeyri til að flytja inn gler og erlenda verkamenn. Þá sagði hæstv. menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, 23. júlí að hún ætlaði að eignast listaverkasafn bankanna, 4.000 málverk. Það er vitað mál að kröfuhafar láta þau ekki af hendi nema gegn greiðslu og má reikna með að þau kosti 1–2 milljarða eftir því á hvað hvert málverk er metið, hálfa milljón eða eitthvað. Síðan tók hæstv. fjármálaráðherra ákvörðun um að veita Saga Capital lán með 2% vöxtum sem er umdeild ákvörðun og kostar eflaust 10 milljarða. Þetta er dálítið sundurlaust, frú forseti.