137. löggjafarþing — 52. fundur,  17. ág. 2009.

varamaður tekur þingsæti.

[15:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Eins og þegar hefur verið tilkynnt á heimasíðu þingsins tók hv. 8. þm. Norðaust., Björn Valur Gíslason, sæti að nýju á Alþingi á föstudaginn var, 14. ágúst.

Borist hefur bréf frá hv. 5. þm. Norðaust., Þuríði Backman, þar sem hún tilkynnir forföll frá þingsetu af persónulegum ástæðum. Fyrsti varamaður flokksins í kjördæminu, Bjarkey Gunnarsdóttir kennari, tók sæti hennar á Alþingi 14. ágúst sl. eins og þegar hefur verið tilkynnt á vef þingsins. Hún hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.