137. löggjafarþing — 52. fundur,  17. ág. 2009.

yfirstjórn fyrirtækja.

[15:38]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það hlýtur að vera eðlilegt og æskilegt að þingheimur viti í stórum dráttum um gang mála í þessum efnum. Þess vegna er mikilvægt að stjórnvöld sinni þeirri beiðni sem hér er lögð fram. Það er ekki nóg að fá tilkynningu einn góðan veðurdag um þessa niðurstöðu af hálfu bankanna, sérstaklega ekki í ljósi þess að mikil tortryggni ríkir enn í garð þeirra. Bankastarfsmenn eru sumir þekktir fyrir að státa af því að vera komnir í stjórnir margra fyrirtækja, stundum er sami maðurinn í stjórn margra fyrirtækja sem er auðvitað ekki eðlilegt. Þess vegna þarf að taka í taumana í þessum efnum og tryggja að allt aðhald sem hægt er að skapa í þessum efnum sé haft. (Forseti hringir.) Þess vegna árétta ég þessa ósk til hæstv. fjármálaráðherra að hann taki upp á sína könnu að upplýsa frekar um þetta mál.