137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[09:46]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það sé nokkuð ljóst að ekki er mikill ágreiningur um þetta. Hv. þingmaður nefndi einmitt að koma þurfi að nýju til þingsins ef leita á eftir frekari ríkisábyrgð eða öðrum breytingum. Eins og ég sagði áðan held ég að það sé sameiginlegur skilningur að þingið setur ábyrgðina. Það tekur fyrirvarana og skoðar þá aftur þannig að það verður engin sjálfvirk framlenging án umræðu í lok samningstímans.