137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[09:52]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Þingflokkur hv. þingmanns og hinn stjórnarflokkurinn, Vinstri grænir, samþykktu að veita ríkisstjórninni heimild til að skrifa undir samning sem þeir höfðu aldrei séð og ríkisstjórnin felur síðan hæstv. fjármálaráðherra að skrifa undir samning sem hún hafði jafnvel ekki séð. Þessar aðgerðir gera það að verkum að ég, sem er á móti því að greiða skuldir og innstæður hjá einkabönkum líkt og stór hluti þjóðarinnar, neyðist til þess að samþykkja þær tillögur sem nú hafa verið samþykktar og liggja fyrir Alþingi.

Ég vil spyrja hv. þingmann: Telur hann rétt í ljósi allra þeirra upplýsinga sem borist hafa af þingflokki hans að fela ríkisstjórninni að skrifa undir samningana óséða og koma Alþingi í þá úlfakreppu sem það er í?