137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:50]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Lokaorðin í ræðu hans eru einmitt það sem veldur mér áhyggjum. Er hægt að samþykkja þessa fyrirvara og þessa ríkisábyrgð án þess að túlkun viðsemjendanna liggi fyrst fyrir? Getum við samþykkt hér hluti sem við höfum ekki hugmynd um hvernig verða túlkaðir af þeim sem við erum að semja við? Ég ætla ekki að velta því upp hvernig menn geta túlkað þetta en ég vil koma því á framfæri að ég hef miklar áhyggjur af þessu.

Mig langar líka að spyrja í ljósi þeirra orða sem hér hafa fallið: Getur Sjálfstæðisflokkurinn í raun stutt þá ríkisábyrgð sem hér er farið fram á ef flokkurinn telur að fyrirvararnir gangi ekki nógu langt og óljóst sé hvernig viðsemjendur okkar muni túlka þetta? Þetta skiptir miklu máli.