137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:51]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Enn þá gefst færi til þess að fá svör við þessum spurningum. Málið er á forræði ríkisstjórnarinnar og þetta er 2. umr. um málið. Það er hennar að svara því og axla ábyrgð á því hvernig málið kemur til atkvæðagreiðslu hér. Hvernig þátttaka Sjálfstæðisflokksins í henni verður liggur ekki fyrir enn. Málið er enn ekki komið til enda, það skýrist þegar þar að kemur.

Ég vona að þetta svari þeim spurningum sem hv. þingmaður beindi til mín.