137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[12:32]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni ágæta ræðu. Okkur greinir á um ansi margt þó að við höfum kannski færst nær hvor öðrum undir það síðasta. Ég vil samt taka fram að ég tel að aðkoma hans sem varaformanns fjárlaganefndar hafi verið góð og til þess fallin að menn nálguðust mjög samstöðu í lokin.

Ég tel samt ekki að það sé Alþingi til framdráttar hvernig staðið var að málum. Ég tel einmitt að þetta sé til marks um hvað Alþingi er í rauninni illa sett að þingmenn skuli þurfa að beita öllum sínum kröftum til þess að ná fram gögnum og fá aðila á fund sem þeir telja nauðsynlega til þess að upplýsa málið. Það er (Forseti hringir.) einfaldlega hlutur sem við verðum að breyta og mig langar til að (Forseti hringir.) spyrja hv. þingmann hvort hann sé ekki sammála mér um það.