137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[13:12]
Horfa

Þór Saari (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi það að fyrri ríkisstjórn hafi haft heimildir eða upplýsingar um hvert stefndi í bankamálum nægir að vitna til fjölda greina, frétta og skýrslna sem leiða í ljós að sennilega strax í febrúar eða mars í fyrra var öllum ljóst hvert stefndi. Málið var hins vegar þannig vaxið að enginn þorði að grípa til aðgerða því að bankakerfið var svo viðkvæmt að ef einhver andaði á það mundi það hrynja. Þess vegna var ekkert gert í málinu.

Varðandi það að hv. þingmaður bendlaði mig við eyjuna.is er rétt að halda því til haga að eftirnafnið Saari er finnskt og þýðir á finnsku eyja.