137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[13:16]
Horfa

Þór Saari (Bhr) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að útdeila ábyrgð á einn umfram aðra en ég vildi bara minna á að í gangi er vinna á vettvangi rannsóknarnefndar Alþingis. Að því ég best veit vinnur hún nú mjög mikilvægt og gríðarlega öflugt starf við að uppljóstra um aðdraganda þessa hruns og hvað gerðist. Væntanlega mun koma í ljós í nóvember hvernig málavextir liggja í þessu máli og þá verður hægt með sanngjörnum og ábyggilegum hætti að staðhæfa frekar um það.