137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[14:17]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Tíminn er verðmætur og það þarf tíma til að heimsækja menn út um allan heim og skipuleggja svona starf. Um leið og við erum búnir að samþykkja þær breytingartillögur sem hér liggja fyrir fer í gang mikið áróðursstríð úti í Evrópu. Þá fara menn að gefa yfirlýsingar sem þeir geta ekki bakkað frá, ráðherrar og aðrir. Þess vegna þykir mér svo mikilvægt að við kynnum málstaðinn áður en endanlega er gengið frá málinu. Að við kynnum það fyrir ráðherrum, þingmönnum og almenningi með greinargerðum og öðru slíku áður en við tökum endanlega ákvörðun til að koma í veg fyrir að á okkur dynji yfirlýsingar og annað frá mönnum sem ekki þekkja okkar rök og vita ekki á hverju þetta er byggt.