137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[15:47]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil spyrja hæstv. forsætisráðherra tveggja efnislegra spurninga út úr þeirri ágætu umræðu sem hefur farið fram í dag. Það eru tvö atriði sem standa sérstaklega upp úr. Annað lýtur að því hvernig þingmenn skilja áhrif þeirra breytingartillagna sem meiri hluti fjárlaganefndar hefur lagt til. Það hefur komið fram í umræðunni og í fjölmiðlum að hæstv. forsætisráðherra skilur það sem svo að þær kalli ekki á breytingar á samningunum. Ég hef skilið það þannig að ef Bretar og Hollendingar samþykki þessar breytingartillögur opni það samningana. Það er mjög áríðandi að fá fram hvort það liggi þá fyrir einhverjar upplýsingar, vitneskja hjá ríkisstjórn Íslands um það með hvaða hætti Bretar og Hollendingar taki þessum breytingartillögum. Það er nauðsynlegt fá upplýst á Alþingi áður en breytingartillögurnar verða afgreiddar.