137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:00]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka spurninguna. Ég eiginlega velkist svolítið um með þetta því að út frá því sem hæstv. fjármálaráðherra sagði hélt ég með sanni að ef komið væri með fyrirvara sem væru sterkir hlyti það að liggja í hlutarins eðli að semja þyrfti upp á nýtt. Ég var eiginlega farin að sjá fyrir mér mjög færa einstaklinga að fara í þá samningagerð, án þess að vera að kasta rýrð á þá sem stóðu að þessum samningi var þetta bara langt yfir þeirra höfuð.

Ég hefði haldið að það þyrfti að byrja upp á nýtt og ég hef eiginlega einhvern veginn lagt þann skilning í þetta. Það er því miður ekki hægt að fá svör við því.