137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:02]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Bhr) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef því miður ekki fengið að vera í þeim leyniklúbbi að heyra svona samtal. Það var fundur í utanríkismálanefnd í gær þar sem var rakið við hverja þeir hefðu verið í sambandi. Það var ekkert á þeim fundi sem gaf til kynna hvort þeir hefðu fengið einhverjar staðfestingar á því að þetta mundi ekki fella samninginn eða að það mundi fella samninginn. Mér finnst einmitt þessi óvissa mjög óþægileg en kannski er þetta bara einhver diplómatískur, pólitískur leikur, ég þori bara ekki að fara með það.