137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:03]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Birgittu Jónsdóttur fyrir ræðu hennar. Mig langar að spyrja hana að tvennu eða reyndar koma með athugasemd um þetta með skýru hugsunina. Ég held að fólk þurfi ekki að vera þreytt og hafa óskýra hugsun. Mér hefur virst að sumir hér hafi óskýra hugsun þrátt fyrir að vera verulega óþreyttir.

Mig langar til að spyrja hv. þingmann: Hver verður afstaða Borgarahreyfingarinnar? Ef ríkisstjórnarflokkarnir og talsmenn ríkisstjórnarflokkanna halda áfram að tala í þá veru að þeir fyrirvarar, efnahagslegu og lagalegu fyrirvarar sem settir hafa verið, séu varnaglar eða að þeir rúmist innan samningsins, samnings sem hv. þingmaður hefur talað um að sé óásættanlegur, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram að tala í þá veru hver er þá afstaða Borgarahreyfingarinnar til þessa samnings?