137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[18:42]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þm. Bjarkey Gunnarsdóttur fyrir efnismikla ræðu, ágætlega samda og vel flutta þó að ég sé ekki endilega sammála öllu innihaldinu. Mikið er rætt um í tengslum við allt þetta mál að það að verða við þeirri ósk sem í frumvarpi ríkisstjórnarinnar liggur um ríkisábyrgðina — ég fer örugglega rétt með vitnað í hv. þingmann, að hún teldi að það að verða við óskinni um ríkisábyrgðina væri liður í því að tryggja endurreisn íslensks efnahagslífs og sá tónn að svo sé er mikið í umræðunni.

Ég vildi gjarnan heyra hvernig við ætlum að ná því ágæta markmiði fram, hvernig ríkisábyrgðin er liður í því að tryggja endurreisnina.