137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[18:45]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Svo því sé haldið til haga enn og aftur hafa Samtök atvinnulífsins líka, eins og ég kom inn á áðan — Vilhjálmur Egilsson hefur m.a. lýst því yfir opinberlega og verkalýðsforustan tekið undir að þetta þurfi að gerast til að atvinnulífið fái þá fyrirgreiðslu sem þarf til að hjólin fari að snúast. Ég verð að taka undir það og ég tek mark á því sem þar er sagt um að atvinnulífið grætur yfir því að hafa ekki opnar fyrirgreiðslur. Ég held að skuldbindingarnar sem við erum að gangast undir sýni að við stöndum okkur í alþjóðlegu samfélagi, að við sýnum þá ábyrgð að við séum tilbúin til að standa við það sem okkur ber (Forseti hringir.) og ég tel að okkur beri að gera þetta.