137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[21:56]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur fyrir hennar orð. Hún ræðir um sjö ára skjól sem stjórnarflokkunum hefur orðið tíðrætt um. Ég hef bent á það í ræðu að það er ekkert sjö ára skjól vegna gjaldfellingarákvæða samninganna sem er að finna í 12. gr. breska samningsins og 11. gr. hollenska samningsins. Þau eru hreinlega í 11 liðum. Verði greiðslufall hjá fyrirtæki ríkisins, svo sem Byggðastofnun eða Landsvirkjun, gjaldfellur Icesave-samningurinn, alveg sama hvort það yrði á morgun, eftir eitt ár eða eftir sex ár. (Gripið fram í.) Þess vegna er sjö ára skjól algjör rökvilla í þessu máli.

Því spyr ég þingmanninn: Gerir hún sér grein fyrir því að sú ríkisábyrgð sem hér er til umræðu nú tekur ekki gildi fyrr en eftir sjö ár? Horfur eru slæmar. Nái ríkið ekki að standa við skuldbindingar sínar á sjö árum fellur ríkisábyrgðin úr gildi. (Forseti hringir.) Var þingmaðurinn búin að gera sér grein fyrir þessu?