137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:07]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að fylgja eftir umræðunni um hver ber ábyrgð hvar. Þannig vill til að í maí 2007 var mynduð ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem skipti þannig með sér verkum að Samfylkingin tók að sér embætti bankamálaráðherra. Hann var bankamálaráðherra þangað til hann sagði af sér daginn áður en hann var rekinn. (Gripið fram í.) Bankamálaráðherrann skipaði fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins, Jón Sigurðsson. Undir stjórn þessara manna urðu reikningarnir í Hollandi til sem söfnuðu á sig 1,3 milljörðum evra af skuldum sem við ræðum um núna. Þeir söfnuðu á sig u.þ.b. 1,8 milljörðum punda.

Segðu mér eitt, hv. þingmaður. (Forseti hringir.) Þetta var kannski gert undir hugmyndafræði frjálshyggjunnar. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Tíminn er liðinn.)

Hver var það sem fylgdi þeirri hugmyndafræði annar en Samfylkingin? (Forseti hringir.) Hugmyndafræði um ljós vonar hef ég aldrei heyrt talað um áður. Þú ætlar kannski að útskýra fyrir mér hvernig þið … (Forseti hringir.)