137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[23:19]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eitthvað er hv. þingmaður að ruglast í ártölum. Ég er ekki föst í 2007 því að ég var að tala um árið 1994. Mig langar til að fá svar við þeirri spurningu, ég hef heyrt það af og til að ég sé vel mælt og spurningin sem hv. þingmaður sagði að væri vel mæt átti svo sannarlega rétt á sér. Því spyr ég þingmanninn á ný: Ætlar hv. þm. Sigmundur Ernir Rúnarsson að standa með ríkisstjórninni í þessum hörmungarsamningum sem við stöndum frammi fyrir, öðru nafni Icesave-samningunum, samþykkja ríkisábyrgð á þá og koma skuldinni yfir á börnin okkar og barnabörnin sem hv. þingmaður hafði svo miklar áhyggjur af í eldmessunni sem hann flutti hér í kvöld?