137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[23:20]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég sagði áðan að spurningin væri mjög mæt. Ég vil svara þeirri ágætu spurningu hv. þingmanns svo (Gripið fram í: Aftur.) að svar mitt er já. Í umræðunni síðustu daga hef ég heyrt rök sem benda til þess að okkur sé stætt á því að hafna þessum samningum. Ég hef ekki heyrt rök í allri þessari umræðu sem benda til þess að okkur sé betur borgið með því að fella þennan samning. Öll umræðan hefur farið í argaþras út í samninginn sjálfan af þeim sem helst gagnrýna hann — og þeir eru margir, þar á meðal úr Samfylkingunni — en enginn hefur bent á hvað komi í staðinn. Hvað gerist ef við ætlum að semja upp á nýtt í marga mánuði? (Gripið fram í: … svarið í kvöld.) Fá menn betri samning? Og hvað ætlar Framsóknarflokkurinn (Forseti hringir.) að gera ef við fáum verri samning? (Gripið fram í.)