137. löggjafarþing — 55. fundur,  20. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[23:33]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Að mörgu leyti er ánægjulegt að heyra í hv. þm. Höskuldi Þór Þórhallssyni, en ég hvet hann, sem aðra þingmenn, jafnvel sjálfan mig, til að tala kjark í þjóðina. Framsóknarflokkurinn hefur einhverra hluta vegna ekki talað mjög mikinn kjark (Gripið fram í.) í þessa þjóð, inn á við og út á við, á síðustu vikum. Framsóknarflokkurinn (VigH: Við gefum von.) hefur ekki gefið þjóð sinni mikla von (Gripið fram í.) á síðustu vikum. (VigH: Við segjum sannleikann.) Sannleikurinn er ekki fólginn í svartnættinu sem Framsóknarflokkurinn boðar. (SDG: Í hverju er sannleikurinn fólginn?) Sannleikurinn er fólginn í því að byggja upp íslenska þjóð á þeim grunni sem hún hvílir á og frá þeim grunni má Framsóknarflokkurinn ekki hrekjast. (Gripið fram í.)