137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:22]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Frá þeim tíma sem ég taldi að þetta mál væri komið í þann farveg að hægt væri að klára það hefur ekki mikið komið fram í því. Það hefur ekki (Gripið fram í: Samstaða.) orðið mikil breyting á þeim tíma, já, samstaðan. Það skal ég alveg fúslega viðurkenna að hafi þurft þann tíma til að ná samstöðunni var þeim tíma vel varið. (Gripið fram í: Umræður.) En að mínu mati hefur ekki komið mikið af nýjum gögnum fram í málinu á þeim tíma, á þessum heila mánuði. Ekki mikil ný gögn hafa komið fram í málinu sem hreyfa við því með einhverjum hætti.

En ég skal alveg fúslega viðurkenna að hafi þessi mánaðartími, eða hvað það nú er orðið frá því að ég lét þessi orð falla um að hægt væri að klára málið, orðið til þess að ná samstöðu um það á Alþingi var honum vel varið.