137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:36]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem hefur breyst er það að við höfum sameinast um ákveðin þolmörk. Við höfum sameinast um að draga ákveðnar línur í þessu máli. (Gripið fram í: Við?) Við höfum sameinast um það, það virðist vera meiri hluti fyrir þessu máli hérna í dag, er það ekki? Hafa ekki sjálfstæðismenn, forseti, lagt blessun sína yfir þetta plagg? Hafa þeir ekki lýst því yfir að þeir ætli að styðja þessar breytingartillögur? Ég veit ekki betur — nema þeir séu þá að guggna á því núna. (EyH: Ætlar þú að gera það?) (Gripið fram í: Ætlar þú að gera það …?) Að sjálfsögðu ætla ég að gera það. (Gripið fram í.) Þetta ætlum við öll að gera. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Ekki samtöl við ræðumann.)

Ég veit ekki betur en að við ætlum að gera þetta og ég ætla að vona að fólk standi við það. Það eru þau skilaboð sem við erum að senda frá okkur og okkar túlkun á ákvæðum samninganna er sú sem hér er. Þetta eru þær línur sem við erum að draga. Við erum að skerpa á okkar sameiginlega skilningi á samningunum (Gripið fram í: Þú ert að grafa …) en samningarnir standa óhreyfðir. (Gripið fram í: Hleypum málinu …) (Gripið fram í: Til hamingju með það.)