137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[14:23]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka svarið sem ég var sáttur við en vil í framhaldinu spyrja hv. þingmann: Ef ekki tekst að eyða þeirri óvissu sem skapast hefur um fyrirvarana er þá ekki eini raunhæfi kosturinn sá að Alþingi vísi málinu frá? Þá er ég ekki að tala um að Alþingi felli samningana heldur einfaldlega vísi þeim aftur til ríkisstjórnarinnar og feli henni það hlutverk eða hugsanlega einhverjum öðrum, að mynda nefnd sem væri skipuð fulltrúum allra flokka, til að halda áfram samningaviðræðum við Breta og Hollendinga og komast að ásættanlegri niðurstöðu.