137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:11]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar komum við aftur að þessum fyrirvörum sem ég tel að rúmist ekki innan samningsins nema Bretar og Hollendingar verði fengnir hingað til lands og látnir undirrita að fyrirvararnir séu hluti af samningnum vegna þess að um leið og ríkisábyrgð verður veitt á Alþingi þá fellur Icesave-samningurinn út úr íslenskri lögsögu og fer undir breska dómstóla.

Þetta grundvallaratriði, að það skuli vera inni í fyrirvörum segir okkur að það var ekki nokkur vilji til þess hjá framkvæmdarvaldinu að berjast fyrir þeim rétti okkar og reyna að fá úr því skorið hvort ríkisábyrgðin ætti yfir höfuð rétt á sér enda er skýrt kveðið á um það í reglugerðinni að það sé ekki í ríkisábyrgð á innstæðutryggingarsjóðnum. Ég vil því spyrja þingmanninn: Er málið ekki komið allt of langt miðað við það grundvallaratriði að það brjóti samkeppnislög Evrópusambandsins að pína okkur í ríkisábyrgð á þessa samninga?