137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:15]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Málið er hjá þinginu og um það var samið að það færi aftur til nefndar milli 2. og 3. umr. áður en það kom hingað til 2. umr. þannig að ég hygg að það sé engin breyting hvað það snertir. Málið verður tekið inn í nefnd milli 2. og 3. umr. og þar verða rædd þau atriði sem komið hafa fram hér í umræðunni auk þeirra atriða sem samkomulag var um að ræða milli 2. og 3. umr.

Svo vil ég bara taka undir með hv. þm. Guðlaugi Þór um það að við eigum auðvitað framúrskarandi góðan heilbrigðisráðherra. (Gripið fram í.)