137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[17:16]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að hv. þingmaður hafi alveg tekið eftir því að ég var að hrósa hæstv. heilbrigðisráðherra fyrir hans þátt í Icesave-málinu (Gripið fram í.) og ég ætla ekkert að bakka með það. Ef eitthvað mun ég bara gefa meira í hvað það varðar.

Ástæðan fyrir því að ég er að velta þessu upp er að það er auðvitað þingmeirihluti hjá þessari ríkisstjórn og ef þetta mál fer inn í nefnd getur ríkisstjórnarmeirihlutinn tekið það út hvenær sem er, þeir geta tekið það á mínútu ef svo ber undir. Við þekkjum það í viðskiptanefnd að málin eru almennt unnin þannig að menn ranghvolfa augunum á meðan við í minni hlutanum ræðum málin og síðan eru málin tekin út. Hraðinn þar hefur valdið miklum skaða nú þegar og ég held því miður að það muni verða meiri skaði í nánustu framtíð. Þess vegna skiptir máli að menn séu búnir að ganga frá því að það eigi að taka almennilega á þessum málum sem við höfum áhyggjur af.