137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[18:54]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst stærstu tíðindin í þessu máli vera þau að við kunnum að vera að ná lendingu sem er allsæmileg og viðunandi fyrir Íslendinga. Það eru stóru tíðindin og það eina sem máli skiptir. Ég vona að fjárlaganefnd nái því að sætta sjónarmið, taka tillit til tillagna sem fram hafa komið þannig að við getum sem allra flest innan veggja þingsins verið sátt við niðurstöðuna.