137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:37]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði rétt áðan er óvissan það eina sem liggur fyrir í málinu. Menn átta sig engan veginn á því hvernig Bretar og Hollendingar munu bregðast við og má í rauninni segja að menn séu að kasta Icesave-málinu, einhverju stærsta hagsmunamáli Íslands, út í óvissuna. Þannig vinna ekki ábyrgir þingmenn. Mér þykir miður, mér sýnist að frávísunartillagan sé felld. Það hefði verið hreinlegast og skynsamlegast að vísa málinu frá og semja upp á nýtt við Breta og Hollendinga.