137. löggjafarþing — 56. fundur,  21. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[22:48]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Icesave-samningarnir ganga út á það að íslensku þjóðinni er gert að taka á sig skyldu sem ríkir alger óvissa um hvort eigi að setja á íslenskt þjóðfélag. Ekki nóg með það heldur segja samningarnir einnig að íslenskur almenningur þurfi að þola það á næstu árum að borga kannski um 350 milljarða umfram það sem þjóðin er hugsanlega skyldug til að borga — 350 milljarða. Í því dæmi verðum við að átta okkur á því að áðan var samþykkt aukning á skuldabyrði þjóðarinnar (Forseti hringir.) um 3 milljarða. Það var verið að skera niður um 3 milljarða til aldraðra og öryrkja. Hvernig á þjóðin að þola 350 milljarða greiðslu umfram ábyrgð?