137. löggjafarþing — 58. fundur,  27. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:54]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla hverjum og einum þingmanni að skoða hvað stendur eftir. Samningurinn stendur í sjálfu sér skrifaður. Fyrirvararnir eru skýrir. Það er það sem Alþingi var að fjalla um. Þeir eru bæði lagalegir og efnahagslegir og veigamiklir og það er rétt sem komið hefur fram í umræðunni að þeir eru mjög þungir varðandi ákveðin atriði sem menn töldu að hefðu týnst í samningunum. Þá á ég við það að viðhalda ákveðnum lagalegum rétti til að halda óvissunni.

Því hefur raunar verið haldið við í gegnum allt málið og hvergi í samningunum neitt sem hindrar að þessu sé viðhaldið. En það er skerpt á því og það skiptir mjög miklu máli og eins að íslensk lög varðandi skiptingu bús gildi um málið. Allt eru þetta hlutir sem styrkt hafa málið mjög mikið og sama gildir um efnahagslegu fyrirvarana.

Varðandi skuldajöfnunarréttinn er einmitt stærst í því máli skaðabótakrafan. Það er mál sem menn eyddu verulegum upphæðum í að rannsaka af fyrri ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni þar sem niðurstaðan var að ríkið væri ekki aðili í því máli þannig að það borgaði sig að sækja það fyrir breskum dómstólunum. (Forseti hringir.)

Varðandi aðra þætti verð ég að svara í seinna andsvari.