137. löggjafarþing — 58. fundur,  27. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[16:00]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil ítreka beiðni okkar þingmanna sem sitjum hérna og erum að tala um þetta stærsta mál Íslandssögunnar, að alla vega sé kallað eftir þeim ráðherra sem flytur þetta mál þó að hann vilji kannski ekki kannast við krógann.

Um leið vil ég lýsa yfir smááhyggjum af þeim skilningi og þeirri samstöðu sem hv. þm. Einar K. Guðfinnsson er farinn að sýna stjórnarflokkunum og ég held að hann eigi bara að hætta því strax.