137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

136. mál
[10:26]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég á mjög erfitt með að skilja af hverju þessi tillaga er felld, mjög erfitt. Alveg eins og hv. þm. Pétur Blöndal benti á eru þetta tillögur sem miðast við útreikninga Seðlabankans. Hverjum dettur í hug að auka greiðslubyrði Íslendinga um 3 milljarða? Ég bendi á að þetta er sú fjárhæð sem ríkisstjórnin skar niður til aldraðra og öryrkja fyrir nokkrum vikum.

Þessi litla prósentubreyting hafði í för með sér svo mikla aukningu á greiðslubyrði þjóðarinnar að hún nemur þeirri skerðingu sem aldraðir og öryrkjar þurfa að sæta. Ég hefði talið fyllilega eðlilegt að þetta yrði samþykkt vegna þess að það var eitt sinn meiri hluti fyrir því að hafa þessa prósentutölu 3,85 og 1,94. (Forseti hringir.)

Ég segi já við þessari tillögu.