137. löggjafarþing — 59. fundur,  28. ág. 2009.

frestun á fundum Alþingis.

172. mál
[11:25]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Það er ljóst að mikið hefur mætt á þinginu í sumar en það mæðir enn meira á heimilum og fyrirtækjum landsins. Það er því ekki augljóst að fresta beri þinginu. En í trausti þess að nefndir þingsins muni starfa áfram að málefnum heimila og fyrirtækja mun ég styðja þessa ályktun en geri það þó með semingi.