138. löggjafarþing — 4. fundur,  7. okt. 2009.

greiðslujöfnunarvísitala.

[14:06]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Já, þetta er óljóst enda erfitt að spá um framtíðina og hæstv. ráðherra kannski ekkert betri í því en hæstv. utanríkisráðherra.

Nú hafnar hæstv. ráðherra því alfarið í tillögum sínum að þeir sem geta eingöngu nýtt sér almennar aðgerðir fái nokkra leiðréttingu á höfuðstóli lána sinna, nema hugsanlega þá í lok lánstímans, þrátt fyrir að fréttir berist um að lánasöfn heimilanna verði flutt með miklum afslætti frá gömlu bönkunum til þeirra nýju. Getur hæstv. ráðherra upplýst þingheim og mig um hvort ætlunin er að færa lánasöfnin á milli með umtalsverðum afslætti og þá hver sá afsláttur er?