138. löggjafarþing — 4. fundur,  7. okt. 2009.

staða heimilanna.

[15:04]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir umræðuna og hæstv. ráðherra fyrir góða ræðu. Ég fagna því framtaki hæstv. ráðherra og ríkisstjórnarinnar að koma til móts við almenning með þeim hætti. Ég leyni því hins vegar ekki að ég hefði kosið að hér væri gengið skrefinu lengra og leiðrétt að fullu sú hækkun á höfuðstól skulda sem til er komin vegna forsendubrests sem varð við hrunið. Hér var ekki um eðlilega bankastarfsemi að ræða og almenningur gat ekki séð þessar hamfarir fyrir eða brugðist við þeim.

Mörgum spurningum er enn ósvarað. Vonandi fáum við skýr svör við þeim sem fyrst. Engu að síður er þetta skref í rétta átt að því er mér sýnist og því ber að fagna. Ég vona að skrefið verði stigið til fulls innan skamms og fullu réttlæti verði náð.

Að lokum langar mig að taka undir tillögur sem hv. þm. Lilja Mósesdóttir bar upp áðan, mér finnst þær mjög þarfar.