138. löggjafarþing — 5. fundur,  8. okt. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[14:38]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svörin. Ég held að það sé þannig að þegar ákvörðun er tekin um að hækka tekjuskatta og skatta einstaklinga úr 103 milljörðum í 143 eða um tæp 39% muni það lenda á öllum heimilum í landinu. Það getur vel verið að ríkisstjórnin sé með einhverjar hugmyndir um að dreifa þessu með einhverjum hætti sem við vitum ekki hver er vegna þess að ekki er komið fram hvernig útfærslan verður. Það er eiginlega ekki hægt að koma fram með fjárlagafrumvarp sem boðar slíkar skattahækkanir og maður hefur ekki hugmynd um hvernig eigi að útfæra þetta. 40 milljarðar til viðbótar á heimilin í landinu er bara gígantísk upphæð. Ég segi: Við skulum ekki rugla saman því að auka skatta og fá frekari skatttekjur og það er það sem er lykilatriði í stöðugleikasáttmálanum, að skapa svigrúm til að auka skatttekjurnar. Það er líka fyrir bí hér, frú forseti, vegna þess að stöðugleikasáttmálinn er nú kominn á gjörgæslu og er næstum látinn í öndunarvélinni. (Forseti hringir.) Þetta mun ekki ganga upp.