138. löggjafarþing — 5. fundur,  8. okt. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[15:44]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Frú forseti. Já, róttækra aðgerða er þörf. Við skulum þess vegna demba 40 milljörðum á heimilin í landinu. Það eru mjög róttækar aðgerðir en afskaplega ófrumlegar svo ekki sé meira sagt. Það er ekki verið að auka skatttekjurnar sjálfar heldur hækka skattana. Það er farið gegn því sem aðilar vinnumarkaðarins töldu sig hafa samið um við þessa ríkisstjórn, að reyna að hrinda atvinnulífinu af stað til að auka skatttekjur. Það er verið að auka við skatthlutfallið sem var ákveðið um 2%, það er verið að leggja 12 milljarða til viðbótar á heimilin í landinu. Þetta kallar hv. þm. Sigmundur Ernir Rúnarsson róttækar aðgerðir. Þær eru vissulega róttækar fyrir þau heimili sem bera þetta.

Þingmaðurinn nefndi árin 2003 og 2004. Mikið hefur verið talað um þetta hrun og hvernig það allt hafi komið til en ég held að menn ættu að ræða það í því sambandi að þær fjölskyldur sem um er að ræða eiga mjög erfitt núna. Er það ekki? Hafa menn ekki talað um það? Síðan á að demba á þær 40 milljörðum til viðbótar í tekjuskatti. (Forseti hringir.) Þetta er alveg fáránlegt.