138. löggjafarþing — 6. fundur,  13. okt. 2009.

íslenska ákvæðið í loftslagsmálum.

[13:50]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég tel alveg ljóst að þessi umræða þarf lengri tíma en gefst hérna í stuttu andsvari eða í fyrirspurnatíma vegna þess að misskilningurinn er greinilega mjög djúpstæður hjá þingmanninum. Það er ekki hægt að selja þessar heimildir á markaði, (Gripið fram í.) af því að þingmaðurinn segir að 15 milljarðar séu fyrir borð bornir. Við erum að tala um að fara úr einu kerfi í annað, (VigH: Ég veit það.) að fara yfir í evrópska viðskiptakerfið, og þá verður hagsmunum þessara fyrirtækja borgið hvað þessar losunarheimildir varðar. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÁRJ): Ekki samtöl.)

Samningamenn okkar standa ágætlega vörð um hagsmuni okkar og gera það í fullu umboði ríkisstjórnar Íslands enda var þessum markmiðum þar lýst í maí og þau kynnt hér fyrir Alþingi. Ég held að það sé ágætt alla jafna að menn fylgist þá bara með þeirri umræðu.